Vegna fjölda umhverfisverkefna í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið ákveðið að bjóða yngsta hópnum í vinnuskóla Árborgar tvær aukavikur í júlí.
Um er að ræða tímabilið frá 11. til 21. júlí en þessi sami hópur hefði átt að hætta fim. 7. júlí.
Ástæðan fyrir því að börnum fædd 2002 er einungis boðnar aukavikur eru að vinnuvikum fyrir þennan aldurshóp var fækkað verulega fyrir þetta sumar miðað við eldri hópana og er því verið að draga úr þeirri skerðingu að hluta.
Foreldrar barna á þessum aldri geta sent tölvupóst á vinnuskolinn@arborg.is til að tilkynna um hvort barnið viljið vinna þessar tvær aukavikur. Vinnuskólinn tekur einnig ennþá við nýjum umsóknum í alla aldurshópa eða börn fædd 2000, 2001 og 2002. Þessir þrír aldurshópar eru því allir búnir á sama tíma eða fimmtudaginn 21. júlí nk.