Reynt verður að hraða opnun á aðgengi bíla að Fimmvörðuhálsi eins og kostur er, segir Ágúst Ingi Ólafsson skrifstofustjóri Rangárþings eystra.
Ferðaþjónustuaðilar, einkum þeir sem gera út á jeppaferðir á hálendið, hafa þrýst talsvert á að leyft verði á ný að aka vegaslóðann upp frá Skógum, í kjölfar yfirlýsingar Almannavarna um aflétt hættuástand.
Að sögn Ágústs er ekki búið að fullmóta hugmyndir um nýtt vegastæði á Skógum. Það sé hinsvegar nauðsynlegt í ljósi þess að núverandi vegur fer nánast um hlaðið hjá bændum þar og augjlóst að slíkt gengur ekki miðað við þá umferð sem búast má við á svæðinu.
Þess má geta að leyfilegt er að fara gangandi um svæðið.