Ytri-Rangá ber höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár á Íslandi það sem af er sumri. Samkvæmt nýjum veiðitölum frá Landssambandi veiðifélaga er veiðin í Ytri – Rangá og Hólsá komin í 3.250 laxa.
Í sömu viku í fyrra voru komnir 1.685 laxar á land, en lokatala árinnar var 8.803 laxar.
Miðfjarðará er komin upp fyrir Eystri-Rangá í annað sætið með 1.996 laxa en í Eystri-Rangá voru komnir 1.885 laxar á land í gærkvöldi.
Affall í Landeyjum er komið í 198 laxa og Stóra-Laxá er komin í 140 laxa. Þá hafa 104 laxar veiðst í Þverá í Fljótshlíð.