Ytri-Rangá er lang aflahæsta laxveiðiáin í sumar en þar eru nú komnir 7.428 laxar á land. Það er um 800 löxum meira en á sama tíma í fyrra.
Miðfjarðará er í 2. sæti á listanum en þar á eftir kemur Eystri-Rangá með 2.976 laxa og er áin þegar orðin aflahærri en í fyrrasumar, þegar 2.749 laxar veiddust allt sumarið.
Í Affalli í Landeyjum eru 518 laxar komnir á land og í Stóru-Laxá eru 336 laxar komnir á land. Þverá í Fljótshlíð er í 241 laxi.