Þór Þorlákshöfn náði ekki almennilegum takti í upphafi leiks þegar liðið fékk Grindvíkinga í heimsókn í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld.
Grindvíkingar léku lausum hala í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 33-56. Seinni hálfleikurinn var jafnari en gestirnir unnu að lokum mjög öruggan sigur, 83-104.
Halldór Garðar Hermannsson átti fínan leik fyrir Þórsara og var stigahæstur ásamt DJ Balantine II með 24 stig.
Þór Þ. er áfram í 9. sæti deildarinnar með 8 stig.
Tölfræði Þórs: DJ Balentine II 24, Halldór Garðar Hermannsson 24/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 12, Ólafur Helgi Jónsson 8/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 6/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 4/4 fráköst, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 4, Benjamín Þorri Benjamínsson 1.