Þór Þorlákshöfn er spáð 6. sætinu í Domino's-deild karla í körfubolta í vetur. Þá er von á harðri baráttu í 1. deildinni.
Spá formanna, þjálfara og forráðamanna liðanna var birt á árlegum kynningarfundi KKÍ í hádeginu í dag.
KR er spáð deildarmeistaratitlinum í Domino’s-deild karla en Þórsurum 6. sæti. Ekki er mikill stigamunur á liðunum frá 4.-7. sæti í spánni.
Í 1. deild karla eru þrjú sunnlensk lið og þar er FSu liðið efst á blaði. FSu er spáð 4. sætinu, Hamri 5. sætinu og Gnúpverjar eru langneðstir í spánni, í 9. sæti.
Í 1. deild kvenna er Hamarskonum spáð 6. sæti af sjö liðum.
Keppni á Íslandsmótinu er hafin. Þórsarar eiga fyrsta leik á föstudagskvöld í Grindavík.
FSu byrjar heima á fimmtudagskvöld gegn Skallagrími en á föstudaginn heimsækja Gnúpverjar Breiðablik. Hamar byrjar á útileik gegn ÍA á sunnudagkvöld.
Kvennalið Hamars sækir KR heim í fyrsta leik á laugardaginn.
DOMINO’S DEILD KARLA
1. KR 414 stig
2. Tindastóll 403 stig
3. Grindavík 319 stig
4. Njarðvík 267 stig
5. Stjarnan 266 stig
6. Þór Þ. 246 stig
7. Keflavík 239 stig
8. ÍR 191 stig
9. Haukar 189 stig
10. Valur 89 stig
11. Höttur 84 stig
12. Þór Ak. 60 stig
1. DEILD KARLA
1. Skallagrímur 252 stig
2. Breiðablik 234 stig
3. FSu 152 stig
4. Hamar 134 stig
5. Fjölnir 125 stig
6. Snæfell 114 stig
7.-8. ÍA 111 stig
7.-8. Vestri 111 stig
9. Gnúpverjar 48 stig
1. DEILD KVENNA
1. KR 138 stig
2. Grindavík 130 stig
3. Fjölnir 99 stig
4. Þór Ak. 77 stig
5. ÍR 72 stig
6. Hamar 42 stig
7. Ármann 30 stig