Nágrannaliðin Hamar og Ægir léku bæði í Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu í gær, laugardag.
Ægir áttu ekki í neinum vandræðum með lið Stál-úlfs þegar liðin mættust á gervigrasinu við Kórinn í Kópvogi.
Ægis-menn opnuðu markareikninginn á 13. mínútu og fyrir leikhlé voru mörkin orðin fimm, staðan 0-5 í leikhléi.
Þeir bættu svo við einu marki til viðbótar áður en Stál-úlfur minnkaði muninn með tveimur mörkum undir lok leiks.
William Daniels skoraði tvö mörk fyrir Ægi og Aron Ingi Davíðsson, Uchenna Michael Onyeador og Milan Djurrovic skoruðu eitt mark hver. Þá var eitt mark Ægis sjálfsmarks leikmanns Stál-úlfs.
Liðið kláraði leikinn einum manni færri eftir að Nenad Stankovic fékk rautt spjald á 90. mínútu.
Ægir er kominn í næstu umferð bikarkeppninnar þar sem liðið mætir KV á heimavelli 18. maí.
Nágrannar þeirra frá Hveragerði eru hinsvegar úr leik eftir að hafa tapað illa gegn Kára á JÁ-verksvellinum á Selfossi.
Eftir að staðan hafi verið 0-1 fyrir Kára í leikhléi tóku gestirnir öll völd á vellinum í seinni hálfleik. Þeir skoruðu alls sex mörk í hálfleiknum og tryggðu sér 0-7 sigur.
Hamar er því úr leik í bikarkeppninni þetta árið.