Ægir tók á móti Dalvík/Reyni í mikilvægum botnslag í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Dalvík situr á botni deildarinnar en gestirnir sigruðu 3-4
Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og mörkin komu með reglulegu millibili. Dalvík/Reynir komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Kjartan Vilhjálmsson jafnaði fyrir Ægi tíu mínútum síðar.
Gestirnir skoruðu svo tvö mörk á þriggja mínútna kafla þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar, en Uchenna Onyeador minnkaði muninn í 2-3 á 31. mínútu. Markasúpan í fyrri hálfleik var þó ekki fullelduð fyrr en á 42. mínútu að gestirnir skoruðu sitt fjórða mark. Staðan 2-4 í hálfleik.
Fyrri hálfleikur var markalaus þrátt fyrir ágætar tilraunir beggja liða, allt þar til í uppbótartíma að Kristján Þorkelsson minnkaði muninn fyrir Ægi og lokatölur leiksins urðu 3-4.
Eftir leiki dagsins eru Ægismenn í 10. sæti deildarinnar með 7 stig og það er stutt í liðin í fallsætunum, Tindastól með 6 stig og Dalvík/Reyni með 5 stig.