Ægismenn mættu KFS í Vestmannaeyjum í dag í fyrsta leik sínum í 3. deildinni í sumar. Eyjamenn sigruðu 5-4.
KFS byrjaði betur og komst yfir á 15. mínútu en Ekomon Vincent jafnaði leikinn fyrir Ægi á 24. mínútu. Tveimur mínútum síðar kom Eyþór Guðnason Ægi í 1-2 og Milan Djurovic bætti þriðja markinu við á 35. mínútu. Eyjamenn minnkuðu muninn á 41. mínútu og staðan var 2-3 í hálfleik.
Fljótlega í seinni hálfleik náði KFS ágætum tökum á leiknum og þeir jöfnuðu í 3-3 á 55. mínútu. Þannig stóðu leikar fram á 80. mínútu að KFS skoraði tvö mörk með stuttu millibili áður en Matthías Björnsson klóraði í bakkann fyrir Ægi á 87. mínútu.