Ægiskrakkar til fyrirmyndar

Helgina 18. – 19. júní tóku 7. og 6. flokkur Knattspyrnufélagsins Ægis í Þorlákshöfn þátt í Smábæjarleikunum á Blönduósi.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega eins og von var á en einnig voru þau til fyrirmyndar í framkomu innan vallar sem utan.

Eftir mótið valdi mótsstjórn eitt lið sem hlaut sérstaka viðurkenningu frá styrktaraðilum mótsins vegna prúðmennsku og góðrar framkomu á mótinu. Var það einróma álit starfsmanna og mótshaldara að lið Ægis fengi þessi verðlaun.

Fyrri greinOlil og Kraftur efsti í fjórgangi
Næsta greinMátti breyta gróðurhúsi í hesthús