Ægir tapaði 1-3 þegar liðið fékk Knattspyrnufélag Hlíðarenda í heimsókn í lokaumferð Lengjubikars karla í hádeginu í dag.
Leikið var á grasi í Þorlákshöfn og það voru gestirnir sem kunnu betur við sig í upphafi og komust í 0-2. Milan Djurovic minnkaði muninn í 1-2 en Hlíðarendapiltar skoruðu síðasta mark leiksins.
Ægir lauk keppni á botni riðilsins með 1 stig en KH vann þarna sinn fyrsta sigur í mótinu og lauk keppni með 3 stig í næst neðsta sæti.