Þórsarar máttu sín lítils gegn sóknarþunga KR þegar liðin mættust í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Frostaskjólinu urðu 120-78.
KR-ingar voru mun öflugri framan af leik, leiddu 52-31 í hálfleik og þegar síðasti fjórðungurinn hófst var staðan orði 87-50. Brekkan var því allt of brött fyrir Þórsara í lokin, sem þó skoruðu drjúgt í síðasta leikhlutanum.
KR-ingar voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leik og í leikslok fengu þeir sigurlaunin afhent.
Grétar Ingi Erlendsson var stigahæstur Þórsara með 18 stig, Oddur Ólafsson skoraði 12, Tómas Tómasson og Emil Karel Einarsson 10, Darrin Govens 8, Baldur Ragnarsson 6, Þorsteinn Ragnarsson og Nemanja Sovic 4, Davíð Arnar Ágústsson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2 og Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 1.
Þegar einn leikur er eftir af deildarkeppninni eru Þórsarar í 8. sæti með 20 stig.