HSK mótið í 10. flokki karla í körfuknattleik var haldið í Þorlákshöfn í síðustu viku. Aðeins mættu tvo lið til leiks, Þór og FSu.
Leikið var fjórir á móti fjórum, þar sem aðeins mættu fjórir leikmenn frá FSu. Þór vann 47 – 41 eftir hörkuleik. Fleiri lið voru skráð en urðu að hætta við þátttöku vegna anna.
Stig Þórs: Magnús Breki 15, Atli 8, Sigurður 20 og Helgi 4. Stig FSu: Jörundur Snær 24, Hilmir Ægir 4, Hlynur Snær Wiium 11 og Arnór Valur 2.
HSK mót í þessum flokki hefur nú verið haldið í 34 skipti, en það var fyrst haldið árið 1977. Þetta er í sjöunda sinn sem Þór verður HSK meistari í þessum flokki, liðið vann sinn fyrsta titil árið 1992 og síðast varð það meistari árið 2010.