Gengi Þórsara í Domino's-deild karla hefur ekki verið gott í upphafi móts en í kvöld tapaði liðið gegn Keflavík á útivelli, 98-79.
Keflavík hafði undirtökin stærstan hluta leiksins. Staðan í hálfleik var 53-42 og heimamenn náðu að loka leiknum nokkuð þægilega í síðari hálfleiknum.
Þórsarar hafa aðeins unnið einn leik í fyrstu fimm umferðum deildarinnar og eru í 11. sæti með 2 stig.
Halldór Garðar Hermannsson var bestur í liði Þórs í kvöld og Jesse Pellot-Rosa átti einnig góðan leik.
Tölfræði Þórs: Jesse Pellot-Rosa 29/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 21/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 11/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 7/8 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Davíð Arnar Ágústsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 2/7 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 1.