Þór vann stigakeppnina í annað sinn

Unglingamót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn um síðustu helgi. Mótið var nú haldið í 35. sinn, en fyrsta keppnin var haldið árið 1980.

Keppendur voru 35 talsins frá fjórum félögum; Dímon, Garpur, Hamar og Umf Þór. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim.

Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistara titilinn. Þórsarar fóru með sigur úr býtum með 33 stig. Þetta er í annað sinn sem Þór vinnur mótið, en félagið vann stigakeppnina árið 1994. Hamar var í öðru sæti með 26 stig, Dímon í þriðja með 18 stig og Garpur í því fjórða með 9 stig.

Verðlaunahafar:

U11 – snótir
Ekki var keppt um sæti í þessum flokkum heldur fengu allir verðlaun.

U13 – hnokkar
1.sæti – Hrafnkell Máni Bjarkason, Umf Þór
2.sæti – Einar Þór Sigurjónsson, Dímon
3.sæti – Aron Sigurjónsson, Dímon

U13 – tátur
1.sæti – Þóra Björg Yngvadóttir, Garpur

U15 – sveinar
1.sæti – Jakog Unnar Sigurðarson, Umf Þór
2.sæti – Matthías Jónsson, Dímon

U15 – meyjar
1.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Umf Þór
2.sæti – Íris Róbertsdóttir, Umf Þór
3.sæti – Álfheiður Østerby, Umf Þór
4.sæti – Sigurlín Franziska Arnarsdóttir, Garpur

U17 – drengir
1.sæti – Daníel Ísberg, Hamar
2.sæti – Jakob Unnar Sigurðarson, Umf Þór
3.sæti – Marínó Rafn Pálsson, Dímon

U17 – telpur
1.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Umf Þór
2.sæti – Silja Þorsteinsdóttir, Hamar

U19 – piltar
1.sæti – Axel Örn Sæmundsson, Umf Þór

U19 – stúlkur
1.sæti – Hrefna Ósk Jónsdóttir, Hamar
2.sæti – María Ólafsdóttir, Hamar
3.sæti – Elín Hrönn Jónsdóttir, Hamar

Fyrri greinTuttugu og sex kennarar í verkfalli og prófin í uppnámi
Næsta greinFSu skellti toppliðinu