Þórdís valin vallarstjóri ársins

JÁVERK-völlurinn á Selfossi var útnefndur besti knattspyrnuvöllur landsins og Þórdís R. Hansen Smáradóttir vallarstjóri ársins 2015 á aðalfundi Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna í síðustu viku.

Selfossvöllur hefur verið einn allra besti völlur landsins undanfarin ár og á því varð engin breyting síðastliðið sumar sumar og eru völlurinn og Þórdís virkilega vel að þessum verðlaunum komin.

Umf. Selfoss hefur átt gott samstarf við Golfklúbb Selfoss um slátt, áburð, gatanir, söndun, ráðgjöf og fleira sem varðar völlinn í nokkur ár.

Mjög var vandað til verka við uppbyggingu aðalvallarins á Selfossi sem var vígður var árið 2010 og hefur hann síðan verið í hópi bestu knattspyrnuvalla á Íslandi. Völlurinn er fyrsti keppnisvöllurinn á Íslandi sem sáð var í grasfræi, en ekki þökulagt. Sumarið 2011 skoðuðu fulltrúar FIFA meðal annars völlinn og gáfu honum toppeinkunn.

Fyrri greinÓánægja með póstþjónustu í Skaftárhreppi
Næsta greinGuðmundur Friðrik íþróttamaður Rangárþings ytra 2015