Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik hefur verið útnefndur þjálfari ársins fyrir árið 2016 hjá Alþjóða handknattleikssambandinu.
Undir stjórn Þóris vann norska liðið til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó síðastliðið sumar og vann Evrópumeistaratitilinn í desember.
Þórir fékk tvo þriðju hluta þeirra sem tóku þátt í kosningunni en það var sérstök dómnefnd sem og almenningur.
Þetta er í fimmta sinn sem Þórir er valinn þjálfari ársins en áður hafði hann orðið fyrir valinu 2011, 2012, 2014 og 2015.
Olivier Krumbholz þjálfari franska landsliðsins varð annar, Kim Rasmussen þjálfari Dana varð þriðji, Hank Groner þjálfari Hollendinga varð fjórði og hinn litríki Evgeniy Trefilov þjálfari Rússa varð fimmti.
Morgunblaðið greinir frá þessu