Þórir aftur þjálfari ársins

Þórir Hergeirsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur verið valinn þjálfari ársins 2012 af Alþjóðahandknattleikssambandinu annað árið í röð.

Undir stjórn Þóris unnu Norðmenn til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London á síðasta ári og silfurverðlauna á Evrópumótinu sem haldið var í Serbíu.

Þórir hlaut 33% atkvæðanna en sérstök dómnefnd sem skipuð er handboltasérfræðingum á vegum Alþjóðahandknattleikssambandsins, fjölmiðlar og almenningur tóku þátt í valinu.

Fyrri greinFjölmenni á fyrsta móti
Næsta greinVegavinna í Svínahrauni