Þórir bikarmeistari í Póllandi

Selfyssingurinn Þórir Ólafsson varð í gær pólskur bikarmeistari í handbolta annað árið í röð með liði sínu KS VIVE Targi Kielce.

Kielce vann Wisla Plock 28-27 en í undanúrslitum á laugardag sigraði Kielce Chobry Glogów 41-22.

Þórir hefur átt mjög góðu gengi að fagna með Kielce en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum í gær og fjögur í undanúrslitaleiknum. Þetta er þriðji stóri titillinn sem Þórir vinnur á tveimur tímabilum með Kielce en liðið hefur unnið bikarinn í Póllandi síðustu fimm ár.

Fyrri greinArnar Gunnars: „Með sorg í hjarta sem ég kveð Selfoss“
Næsta greinDagbók lögreglu: Ölvaður með dólgshátt