Þórir Ólafsson og félagar í Kielce tryggðu sér í gærkvöld sigur í pólsku A-deildinni í handknattleik þegar þeir unnu Wisla Plock, 26-22.
Þórir skoraði 2 mörk í leiknum.
Kielce er með 8 stiga forskot á Wisla þegar þrjár umferðir eru eftir og hefur tryggt sér heimaleikjaréttinn fyrir úrslitakeppnina. Þetta var nítjándi sigur Kielce í jafnmörgum leikjum og liðið er með 38 stig.
Sama niðurstaða varð í deildinni í fyrra en þá skákaði Wisla liði Kielce í úrslitunum um meistaratitilinn.
Kielce er einnig komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Cimos Koper frá Slóveníu.