Þórir fer á EM en Árni og Bjarki verða heima

Selfyssingurinn Þórir Ólafsson er á sínum stað í landsliðshópi Íslands sem heldur í dag til Danmerkur á Evrópumótið í handbolta.

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn síðdegis í gær og voru sautján leikmenn valdir í hópinn. Selfyssingarnir Árni Steinn Steinþórsson og Bjarki Már Elísson voru í æfingahópi landsliðsins en þeir voru skildir eftir heima. Þó er möguleiki á að þeir gætu verið kallaðir inn í hópinn síðar.

Fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni er gegn Noregi á sunnudag. Liðið mætir Ungverjum á þriðjudag og Spáni á fimmtudag.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Aron Rafn Eðvarðsson, Guif
Björgvin Páll Gústafsson, Bergischer

Aðrir leikmenn:
Arnór Atlason, St.Raphael
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, París SG
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel
Gunnar Steinn Jónsson, Nantes
Kári Kristján Kristjánsson, Bjerringbro/Silkeborg
Ólafur Guðmundsson, Kristianstad
Róbert Gunnarsson, París SG
Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Jakobsson, Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, Minden
Þórir Ólafsson, Kielce

Þessir fjórir verða eftir en gætu verið kallaðir inn síðar:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Árni Steinn Steinþórsson, Haukum
Bjarki Már Elísson, Eisenach
Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten

Fyrri greinFullt hús á forsýningu í Hvolnum
Næsta greinFélagsmenn sniðgangi fyrirtæki sem hækka vörur og þjónustu