Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta sneri í kvöld aftur á heimaslóðirnar með lið sitt sem mætti íslenska landsliðinu í æfingaleik á Selfossi í kvöld.
Heims- og Ólympíumeistararnir léku á alls oddi í leiknum sem lauk með 31-43. Staðan í hálfleik var 15-22. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem mættu í Vallaskóla.
Fyrir leik var Þórir Hergeirsson heiðraður en Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, afhenti honum blómvönd undir dynjandi, standandi lófaklappi frá gestunum í stúkunni.
Að leik loknum stóð sveitarfélagið fyrir móttöku í félagsheimilinu Tíbrá þangað sem landsliðunum báðum var boðið.