Þórir með bestu nýtinguna

Selfyssingurinn Þórir Ólafsson er með bestu skotnýtinguna af tuttugu markahæstu leikmönnum Heimsmeistaramótsins í handbolta.

Þórir hefur skorað 18 mörk á mótinu og aðeins misnotað tvö skot í leikjunum fjórum. Það gerir 90% skotnýtingu.

Þórir hefur verið frábær í síðustu leikjum, gegn Japan og Austurríki, og hefur m.a. sýnt stáltaugar á vítalínunni. Hann skoraði fimm mörk gegn Austurríki í kvöld og sjö mörk gegn Japan í gær.

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður mótsins ásamt tveimur Norðmönnum með 26 mörk og Alexander Petersson er fjórði með 24 mörk.

Fyrri greinSex manns sluppu með skrekkinn
Næsta greinFelldi ljósastaur og ók á brott