Þórir og Markús sæmdir gullmerki ÍSÍ

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, sæmdi þá Þóri Haraldsson, Umf. Selfoss og Markús Ívarsson, Umf. Samhygð, gullmerki ÍSÍ á Héraðsþingi HSK í Brautarholti á Skeiðum í morgun.

Báðir hafa þeir Þórir og Markús starfað innan íþróttahreyfingarinnar í áraraðir og sinnt trúnaðarstörfum fyrir félög sín og íþróttahreyfinguna á héraðs- og landsvísu.

Þórir fer fyrir landsmótsnefnd HSK fyrir mótin á Selfossi 2012 og 2013 og Markús er hvergi nærri hættur að keppa því hann fór mikinn á Landsmóti 50+ á síðasta ári.

Fyrri greinFanney og Anný fengu starfsmerki UMFÍ
Næsta greinFjóla Signý Íþróttamaður HSK 2011