Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handknattleik, var í fyrr í vikunni sæmdur norska riddarakrossinum við hátíðlega athöfn.
Þórir fær heiðursorðuna vegna starfs hans í þágu Noregs, en norska kvennalandsliðið hefur verið sannkallað stórveldi í handknattleiksheiminum síðust ár undir stjórn hans.
Orðuveitingin fór fram við hátíðlega athöfn í konungshöllinni í Osló og var hluti af dagskrá íslensku forsetahjónanna sem eru þar í opinberri heimsókn.