Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik skrifaði í dag undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið.
Þórir skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2020 en hann tók við liðinu af Marit Breivik árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarmaður hennar frá árinu 2001.
Þórir hefur náð frábærum árangri með norska landsliðið en undir hans stjórn eru Norðmenn ríkjandi Ólympíu-og Evrópumeistarar og þá hömpuðu Norðmenn heimsmeistaratitlinum árið 2011 undir stjórn Selfyssingsins.