Þorlákshöfn vekur athygli brettafólks

Brimbrettaíþróttin nýtur sívaxandi hylli um allan heim og samkvæmt Financial Times leita reyndir brimbrettakappar nú lengra og lengra til þess að flýja mannmergðina á vinsælum ströndum.

Í vefútgáfu Financial Times nefnir brimbrettakappinn Alf Alderson til sögunnar fimm áhugaverða staði í heiminum til að stunda þessa íþrótt.

Þróun í gerð blautbúninga og hlýnandi sjór ásamt stórum öldum á haustin hefur orðið til þess að Ísland er nú orðinn spennandi kostur fyrir brimbrettafólk.

Alderson bendir á Þorlákshöfn sem góðan stað til þess að fara á bretti en einnig mælir hann með nokkrum stöðum á Reykjanesi. Ef menn vilja hins vegar komast í algjöra einangrun má finna góðar öldur á Siglufirði og Húsavík.

Umfjöllun Financial Times

Fyrri greinGóður árangur í sorpflokkun
Næsta greinJúdódeildin í Sandvíkurskóla