Þór Þ. vann annan leikinn í röð í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti Stjörnuna heim í Ásgarð í Garðabæ. Lokatölur urðu 79-86.
Þór byrjaði leikinn vel, spilaði góða vörn og leiddi 37-50 í leikhléi. Stjarnan svaraði fyrir sig í 3. leikhluta en Þórsarar náðu að breikka bilið aftur í síðasta fjórðungnum og fögnuðu mikilvægum sigri.
Þorlákshafnarliðið er áfram í 9. sæti en er nú farið að nálgast sæti í úrslitakeppninni. Þór hefur 12 stig en þar fyrir ofan eru Stjarnan og Keflavík með 14 stig.
Halldór Garðar Hermannsson var bestur í liði Þórs í kvöld, skoraði 19 stig og tók 6 fráköst. Þórsarar frumsýndu nýjan leikmann í kvöld, Bandaríkjamanninn Chaz Williams og skoraði hann 8 stig á þrettán mínútum. DJ Balentine II var stigahæstur Þórsara með 24 stig.
Tölfræði Þórs: DJ Balentine II 24/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 19/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 12/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/9 fráköst/4 varin skot, Chaz Calvaron Williams 8, Davíð Arnar Ágústsson 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 2/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 2.