Þór Þorlákshöfn tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfubolta með því að leggja Keflavík að velli á heimavelli í undanúrslitum, 100-79.
Á sama tíma vann KR Grindavík á útivelli, 70-81, og það er því ljóst að það verða Þór og KR sem mætast í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Þór kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar.
Leikurinn var hnífjafn fram í síðasta fjórðunginn að Þórsarar gerðu út um leikinn. Staðan var 48-46 í leikhléi og 67-69 þegar síðasti leikhlutinn hófst.
Þórsarar réðu lögum og lofum síðustu tíu mínúturnar og skoruðu 33 stig gegn aðeins 10 stigum Keflvíkinga. Staðan var 74-73 þegar átta mínútur voru eftir en þá kom 26-6 áhlaup hjá Þórsurum sem röðuðu niður hverju vítaskotinu af fætur öðru, alls fjórtán í leikhlutanum.
Vance Hall átti enn einn stórleikinn fyrir Þór og var með 39 í framlagseinkunn. Hann skoraði 40 stig í leiknum, tók 8 fráköst og átti 6 stoðsendingar.
Tölfræði Þórs: Vance Hall 40 stig/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 18 stig/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 13 stig/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12 stig/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 9 stig/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 5 stig/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 2 stig/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 1 stig.