Lið Þórs Þorlákshöfn er komið í undanúrslit í bikarkeppni karla í körfubolta eftir sigur á Haukum á heimavelli í kvöld.
Lokatölur urðu 79-74 eftir hörkuleik. Þórsarar byrjuðu betur og leiddu 40-32 í hálfleik. Haukar náðu að vinna niður forskot heimamanna í síðari hálfleik og lokamínúturnar voru æsispennandi. Þórsarar voru sterkari í lokin og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslitin.
Tölfræði Þórs: Vance Hall 27 stig/6 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Hermannsson 17 stig, Ragnar Nathanaelsson 16 stig/10 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8 stig, Ragnar Bragason 6 stig, Davíð Arnar Ágústsson 5 stig.
Dregið verður í undanúrslitin á morgun en ásamt Þórsurum eru Grindavík og KR komin í krukkuna góðu, en annað kvöld ræðst hvort Njarðvík-B eða Keflavík verður fjórða liðið.