Þegar 1. deild karla í körfubolta er hálfnuð hefur Þór Þ. unnið alla sína leiki. Þór lagði Skallagrím í kvöld, 76-81.
Leikurinn var mjög kaflaskiptur en Þórsarar byrjuðu betur og leiddu 19-27 að loknum 1. leikhluta. Heimamenn sneru leiknum sér í vil í 2. leikhluta þar sem Þór skoraði aðeins 13 stig og staðan var 45-40 í hálfleik.
Þórsarar náðu að komast afur yfir í 3. leikhluta og fjórði leikhluti var æsispennandi. Skallagrímur var skrefi á undan en þeir skoruðu hins vegar ekki stig síðustu fjórar mínútur leiksins og Þórsarar breyttu stöðunni úr 76-74 í 76-81 sem voru lokatölur leiksins.
Philip Perre var stigahæstur Þórsara með 24 stig og 12 fráköst. Eric Palm skoraði 23 stig, Hjalti Valur Þorsteinsson 15 og Vladimir Bulut 12.