Þór Þorlákshöfn heimsótti í kvöld KR í síðustu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta fyrir jólafrí. KR-ingar höfðu betur, 96-83.
Þórsarar byrjuðu leikinn með látum í sókninni og staðan var 29-32 þegar fyrsta leikhluta var lokið. KR náði svo undirtökunum í 2. leikhluta og staðan var 53-51 í leikhléi.
Þriðji leikhlutinn var jafn, en í þeim fjórða skelltu KR-ingar í lás í vörninni og Þór skoraði aðeins þrettán stig í síðasta fjórðungnum. KR sigraði að lokum með þrettán stiga mun, 96-83.
DJ Balentine II var bestur í liði Þórs, skoraði 27 stig og Ólafur Helgi Jónsson átti líka fínan leik og lét vel til sín taka á báðum endum vallarins.
Tölfræði Þórs: DJ Balentine II 27/5 fráköst/7 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 16/5 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 11, Ólafur Helgi Jónsson 11/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 10/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 3/6 stoðsendingar.