Þórsarar úr leik í bikarnum

Þórsarar eru úr leik í Powerade-bikar karla í körfubolta eftir 93-84 tap gegn Grindavík í undanúrslitum á útivelli í kvöld.

Leikur Þórs var mjög kaflaskiptur, liðið fór illa af stað í leiknum og vörnin ver eins og gatasigti. Staðan var 32-19 að loknum 1. leikhluta en Þórsarar litu betur út í sókninni í 2. leikhluta þó að vörnin hafi áfram verið léleg. Grindabík skoraði 59 stig í fyrri hálfleik gegn 50 stigum Þórs.

Þeir grænu eltu Grindavík allan seinni hálfleikinn en vantaði herslumuninn til þess að komast yfir. Hlutirnir litu vel út í upphafi síðari hálfleiks en fljótlega fór að halla undan fæti hjá Þórsurum sem náðu ekki að ógna Grindvíkingum á lokasprettinum.

Mike Cook Jr. var stigahæstur hjá Þór með 31 stig, Ragnar Nathanaelsson skoraði 19, Baldur Þór Ragnarsson 11, Tómas Heiðar Tómasson 10, Emil Karel Einarsson 6, Halldór Garðar Hermannsson 5 og Nemanja Sovic 2.

Grindavík mætir ÍR í úrslitaleik bikarsins en ÍR lagði Tindastól fyrir norðan í kvöld, 79-87.

Fyrri greinBjörgunarsveitir í óveðursútköllum
Næsta greinEinn lögreglustjóri á Suðurlandi