Þórsarar völtuðu yfir Tindastól

Þór Þorlákshöfn vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Domino’s-deild karla í vetur, þegar liðið valtaði yfir áður ósigrað lið Tindastóls, 92-66.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta gerði Þór 16-2 áhlaup og leiddi í leikhléi, 46-40.

Þórsarar juku forskot sitt um níu stig í 3. leikhluta og gerðu svo endanlega út um leikinn með 21-6 áhlaupi í upphafi 4. leikhluta. Þá var munurinn orðinn þrjátíu stig, 90-60, þegar þrjár mínútur voru eftir.

Þór hefur 2 stig í 8. sæti deildarinnar, þegar þremur umferðum er lokið.

Tölfræði Þórs: Vance Michael Hall 24 stig/7 fráköst/5 stoðsendingar (32 í framlagseinkunn), Davíð Arnar Ágústsson 21 stig, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12 stig/17 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12 stig/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 10 stig/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6 stig, Emil Karel Einarsson 5 stig/7 fráköst/5 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 2 stig.

Fyrri greinHeilsugæslan opnar aftur um miðjan nóvember
Næsta greinNaumt tap hjá FSu