Hamar tapaði þriðja leiknum í röð í 1. deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið heimsótti ÍA á Akranes en liðin eru í hörðum slag í efri hluta deildarinnar.
Heimamenn voru sterkari lengst af leik og leiddi 51-39 í hálfleik. Munurinn hélst svipaður í 3. leikhluta en snemma í 4. leikhluta náði ÍA tuttugu stiga forskoti, 87-67. Þá tóku Hamarsmenn 6-18 áhlaup en tíminn var of naumur og ÍA vann átta stiga sigur, 93-85.
Julian Nelson var besti maður vallarins, skoraði 40 stig og tók 12 fráköst, en það dugði Hamri ekki. Þorsteinn Gunnlaugsson skoraði 13 stig og tók 10 fráköst, Kristinn Ólafsson skoraði 11 stig, Sigurður Hafþórsson og Snorri Þorvaldsson 8, Mikael Kristjánsson 3 og Bjartmar Halldórsson 2.
Hamar er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig en ÍA í 4. sæti með 12 stig.