Þriðji sigur Selfoss U

Ungmennalið Selfoss vann sinn þriðja sigur í 1. deild karla í handbolta í gærkvöld þegar liðið fékk Víking í heimsókn.

Selfyssingar voru sprækari mestan hluta leiksins og leiddu í hálfleik, 19-17. Selfossliðið var svo sterkara í síðari hálfleik en lokatölur urðu 36-32.

Eyþór Lárusson og Atli Hjörvar Einarsson voru markahæstir Selfyssinga með 9 mörk. Sveinbjörn Jóhannsson skoraði 8, Baldur Þór Elísson 4, Gunnar Ingi Jónsson 3, Andri Hrafn Hallsson 2 og Óskar Kúld Pétursson 1.

Þetta er þriðji sigur Selfoss U sem hefur 6 stig í næst neðsta sæti deildarinnar.

Fyrri greinSvæðisskrifstofan lögð niður
Næsta greinDræm kjörsókn í Árborg