Þrír piltar úr keppnisliði HSK/Selfoss hafa verið valdir í unglingalandslið Íslands í frjálsum íþróttum 19 ára og yngri.
Þetta eru þeir Dagur Fannar Magnússon sem var valinn í sleggjukast, Bjarni Már Ólafsson í þrístökk, og Hreinn Heiðar Jóhannsson, sem var valinn í hástökk. Þeir munu keppa á Norðurlandameistaramóti 19 ára og yngri sem að þessu sinni fer fram á Akureyri helgina 28.-29.ágúst.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessir strákar eru valdir í landslið Íslands, en þeir eru allir búnir að stórbæta árangur sinn í sumar.