Þrír úr Höfninni á NM

Þrír Þorlákshafnarbúar keppa með yngri landsliðum Íslands á Norðurlandamótinu í körfubolta sem hefst í Solna í Svíþjóð á morgun.

U18 ára lið Íslands hefur leik á morgun en í liðinu eru Þorsteinn Ragnarsson og Emil Karel Einarsson úr Þór. Í U18 liðinu er einnig Valur Orri Valsson sem lék með liði FSu í vetur.

Í U16 ára liðinu er Þórsarinn Erlendur Stefánsson en U16 liðið hefur leik á fimmtudag.

Þjóðirnar fimm á mótinu leika innbyrðis fram á laugardag en úrslitaleikirnir fara fram á sunnudagsmorgun.

Fyrri greinSamið um seyrulosun
Næsta greinGrýlupotthlaup 5 – Úrslit