Þrjár frá Selfossi í U19

Þrír leikmenn Selfoss eru í U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu sem heldur til Frakklands í vikunni og leikur í milliriðli Evrópumótsins.

Þetta eru þær Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erna Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir.

Auk heimastúlkna, verður leikið gegn Rússum og Rúmenum. Efsta þjóðin í hverjum riðli tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Ísrael í sumar ásamt þeirri þjóð sem verður með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum sex.

Fyrsti leikur liðsins er gegn Frakklandi laugardaginn 4. apríl, mánudaginn 6. apríl er leikið gegn Rússlandi og fimmtudaginn 9. apríl gegn Rúmenum.

Fyrri greinÚtibú Sparisjóðsins og Landsbankans verða sameinuð fljótlega
Næsta greinHamar með sópinn á lofti – Oddaleikur hjá FSu