Það má með sanni segja að kátt hafi verið í höllinni á Silfurleikum ÍR sem fram fóru í Laugardalshöllinni sl. laugardag. Mun þetta vera fjölmennasta innanhússmót í frjálsum í landinu frá upphafi, en 840 keppendur tóku þátt.
Fullt var út úr dýrum í frjálsíþróttahöllinni um morguninn þegar keppni yngstu þátttakendanna stóða sem hæst.
Ekkert lát virðist vera á framförum ungmenna í frjálsíþróttum þessi misserin þar sem um 600 persónuleg met voru slegin á mótinu og því ljóst að starfið í félögunum er að skila iðkendum á öllum getustigum persónulegum framförum og ánægju.
Fjölmargir keppendur af sambandsvæði HSK tóku þátt og sett voru þrjú HSK met á mótinu og þá var eitt HSK met jafnað.
Tvö HSK met voru sett í 13 ára flokki. Hildur Helga Einarsdóttir, Selfossi kastaði tveggja kg. kúlunni 13,33 metra og bætti þriggja ára gamalt met Höllu Maríu Magnúsdóttur um 19 sentimetra. Dagur Fannar Einarsson Selfossi bætti eigið HSK met í 600 metra hlaupi um 43 sekúndubrot, hann hljóp á 1;47,18 mín. Gamla metið hans var frá því í janúar á þessu ári. Þá jafnaði Hakon Birkir Grétarsson Selfossi HSK metið í 60 metra grindahlaupi í þessum sama aldursflokki þegar hann hljóp á 9,84 sekúndum. Hann á nú metið með Styrmi Dan, sem hljóp á þessum sama tíma fyrir þremur árum.
Loks bætti Styrmir Dan Steinunnarson Þór eigð HSK met í 60 metra gindahlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Hann hljóp á 8,57 sek, en gamla metið hans frá því í febrúar á þessu ári var 9,84 sek.
Heildarúrslit mótsins má sjá á www.fri.is.