Þungt gegn Létti

Knattspyrnufélag Árborgar er að missa af lestinni í A-riðli 3. deildar karla eftir 0-5 tap gegn Létti á Selfossvelli í kvöld.

Gestirnir voru miklu sprækari í fyrri hálfleik og skoruðu þá fjögur mörk en ekkert gekk hjá Árborgurum.

Fimmta mark Léttis kom strax á 3. mínútu seinni hálfleiks. Þegar hálftími var eftir af leiknum fékk einn leikmaður Léttis sitt annað gula spjald og var sendur í bað. Eftir það tóku Árborgarar öll völd á vellinum og sköpuðu sér nokkur hálffæri en komu boltanum ekki í netið.

Árborg er með átta stig í 6. sæti riðilsins og þar fyrir ofan eru Ægismenn með 13 stig.

Fyrri greinUmferðartakmarkanir verði felldar úr gildi
Næsta greinNeituðu framlagi Húsafriðunarnefndar