„Þurfum að klára þessa leiki á fullum krafti“

„Ég hef engin orð yfir það. Ætli það sé ekki bara einbeitingarleysi eða eitthvað svoleiðis síðustu mínúturnar,“ sagði Jón Daði Böðvarsson aðspurður um hvað hafi gerst í kvöld.

Selfyssingar áttu sigurinn vísan en tvö mörk Grindvíkinga á lokamínútunum urðu til þess að þeir fengu aðeins eitt stig út úr leiknum. „Í stöðunni 3-1 þá á þetta að vera komið en fótbolti er 90 mínútur og við þurfum að klára þessa leiki á fullum krafti,“ sagði Jón Daði. „Ekki að vera fá þessi klaufa mörk á okkur.“

Leikmenn Selfossliðsins gengu skiljanlega ósáttir til búningsklefa og Jón sagði stemmninguna í klefanum hafa verið súra eftir leik. „Það stefndu allir á þrjú stig í dag og að missa þetta niður svona gerir þetta auðvitað ennþá súrara,“ sagði Jón Daði.

„En þetta gerir okkur klárlega sterkari. Við mætum sterku liði, Breiðabliki, á næsta leik og við ætlum að gefa allt í þann leik,“ sagði Jón Daði að lokum.

Fyrri greinSelfyssingar misstu sigurinn frá sér
Næsta greinSene skoraði í tapi Hamars