Einvígi Þórs Þ og Hauka í úrslitakeppni Domino’s deildar karla í körfubolta hófst í kvöld. Þar náðu Þórsarar í dýrmætan sigur á útivelli og leiða nú 1-0 í einvíginu.
Leikurinn var jafn og spennandi, Þórsarar byrjuðu betur í 1. leikhluta en Haukar skelltu í lás í vörninni í 2. leikhluta og staðan var 41-32 í leikhléi. Þór kom til baka í 3. leikhluta og spilaði frábæra vörn í síðari hálfleik. Haukar skoruðu aðeins 23 stig í seinni hálfleiknum öllum en Þórsarar börðust af krafti og kreistu fram 64-67 sigur.
Liðin mætast næst í Þorlákshöfn á mánudagskvöld kl. 19:15.
Tölfræði Þórs: Vance Hall 33 stig/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 10 stig/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8 stig/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5 stig, Ragnar Nathanaelsson 4 stig/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 3 stig/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 2 stig, Grétar Ingi Erlendsson 2 stig/12 fráköst.