Um næstu helgi verður malarhjólakeppnin The Rift haldin á Hvolsvelli og nágrenni. Á föstudag verður hjóluð 45 km upphitunarleið á Fjallabaki syðra en ræst verður í hina eiginlegu keppni kl. 7 á laugardagsmorgun.
Hjólaðar eru tvær vegalengdir, annars vegar 100 km leið og hinsvegar 200 km leið sem liggur kringum Heklu.
Keppnin var fyrst haldin árið 2019 og hefur farið vaxandi síðan. Uppselt er á keppnina í ár og nýtur hún mikilla vinsælda hjá bæði innlendu og erlendu hjólafólki. Í ár er fjöldi keppenda 1.200 manns og fylgir því bæði aðstoðarfólk og stuðningsfólk. Það verður því nóg um að vera á Hvolsvelli þessa helgina.
Rás- og endamark verður við veitingahúsið Valhalla og er vegfarendum bent á að lokanir verða í kringum það svæði frá hádegi á föstudag. Von eru á fyrstu keppendum í mark upp úr hádegi á laugardag og er fólk hvatt til að mæta og skapa stemningu við marklínuna.