Líkt og undanfarin ár voru metaskrár Héraðssambandsins Skarphéðins í frjálsum íþróttum uppfærðar í öllum flokkum frá 11 ára aldri, bæði innan- og utanhúss.
Alls voru 155 HSK met sett á síðasta ári, sem er svipaður fjöldi og árið áður, en 160 met voru sett árið 2022.
Keppendur 11 til 22 ára settu 87 met, keppendur í karla- og kvennaflokkum settu fimm met og keppendur í öldungaflokkum settu 63 met. Ellefu þessara meta eru einnig landsmet í viðkomandi flokki.
Anna Metta Óskarsdóttir Umf. Selfoss, keppandi í 13 ára flokki, setti flest HSK met á árinu, en hún setti samtals 25 HSK met í sjö aldursflokkum. Bryndís Embla Einarsdóttir Umf. Selfoss, keppandi í 14 ára flokki, kom næst með 18 met í fimm aldursflokkum.
Athygli vekur að Andri Már Óskarsson, keppandi úr Umf. Selfoss og bróðir Önnu Mettu náði að setja samtals 16 HSK met í fimm aldursflokkum frá 11-15 ára, en hann varð 10 ára í september sl. Þess má geta að ekki eru skráð HSK met í greinum fyrr en við 11 ára aldur. Í yngri aldursflokkum kom svo næst Helga Fjóla Erlendsdóttir Garpi, keppandi í 14 ára flokki, en hún setti sjö HSK met í þremur aldursflokkum.
Örn Davíðsson setti flest HSK met í fullorðinsflokki, en hann setti þrjú met í karlaflokki.
Bryndís Eva Óskarsdóttir úr Þjótanda og keppandi í flokki 35-39 ára og Ólafur Guðmundsson sem keppt i í 50-54 ára flokki settu bæði 11 HSK met í öldungaflokkum árið 2023. Ágústa Tryggvadóttir Selfossi kom næst með níu HSK met í sínum aldursflokki og tvö þeirra voru einnig landsmet. Þuríður Ingvarsdóttir Selfossi setti sjö HSK met í 50-54 ára flokki, en hún setti flest landsmet HSK félaga á árinu, eða fjögur talsins.
HSK metaskrár, þar sem einnig má sjá yfirlit allra HSK meta sem sett voru á síðasta ári, má nálgast á vef HSK.