Keppendur á sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins settu 165 HSK-met í frjálsum íþróttum, innanhúss og utanhúss, á síðasta ári. Sindri Freyr Seim Sigurðsson, setti flest met á árinu.
Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, heldur utan um metaskrárnar í öllum flokkum frá 11 ára aldri, bæði innan- og utanhúss. Einnig var afrekaskrá fyrir fatlaðra uppfærð á árinu.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja voru samtals 165 HSK met sett á síðasta ári. Fatlaðir settu eitt met, keppendur 11–22 ára settu 108 met, keppendur í karla- og kvennaflokkum settu fimmtán met og keppendur í öldungaflokkum settu 41 met. Nokkur þessara meta eru einnig landsmet í viðkomandi flokki.
Sindri Seim úr Umf. Heklu og keppandi í 15 ára flokki setti flest HSK met á árinu. Hann setti 30 einstaklings HSK met á árinu og setti auk þess sjö boðhlaupsmet með félögum sinnum, eða samtals 37 met.
Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, keppandi í 16-17 ára flokki, kom næstur með 30 met. Hann setti 19 einstaklings HSK met og setti auk þess 11 boðhlaupsmet með félögum sínum.
Eva María Baldursdóttir Selfossi, sem keppti í 15 ára flokki, setti samtals fjórtán HSK met á árinu.