Kristinn Þór Kristinsson, einn fremsti millivegalengdar hlaupari landsins, hefur skipt yfir í Umf. Selfoss og gengið til liðs við frjálsíþróttadeild félagsins.
Kristinn er í dag fremsti 800 metra hlaupari landsins og náð góðum árangri í þeirri vegalengd undanfarin ár. Hann er fastamaður í landsliði Íslands í frjálsum íþróttum og hefur m.a keppt á Smáþjóðaleikum og öðrum stórmótum fyrir Íslands hönd. Á síðasta ári keppti hann m.a. á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd.
Þjálfari Kristins er Erlingur Jóhannsson og mun samstarf þeirra halda áfram undir merkjum Umf. Selfoss.
„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Kristinn í okkar raðir og mun styrkja starf okkar og ýta undir metnað og framfarir í starfinu. Einnig mun samstarf þeirra Kristins og Erlings styrkja starf okkar og nýtast í uppbyggingu og framförum innan deildarinnar¨ segir Helgi S Haraldsson formaður Frjálsíþróttadeildar UMF.Selfoss.