Hið árlega Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Höfn í Hornarfirði um verslunarmannahelgina. Fjöldi sunnlendinga mætti á mótið, en um 190 keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt og stóðu sig frábærlega vel.
Allir keppendur HSK fengu treyju að gjöf frá HSK og Arionbanka líkt og undanfarin ár. Keppendur af sambandssvæðinu fengu einnig gulan bol að gjöf sem stóð á Sjáumst á Selfossi 2020, en næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020.
Rétt er að geta þess að ekki er búið að birta úrslit í öllum greinum á vef mótsins og því gætu fleiri meistarar bæst við. Ábendingar um unglingalandsmótsmeistara í boltagreinum eru vel þegnar á netfangið hsk@hsk.is.
Unglingalandsmótsmeistarar:
Bogfimi
Kjartan Hjaltason varð landsmótsmeistari í bogfimi í opnum flokki 11-14 ár með 72 stig.
Frjálsar íþróttir
11 ára
Vésteinn Loftsson vann sex gull. Hann sigraði í 60 metra hlaupi á 9,41 sek, í hástökki stökk hann yfir 1,24 m, hann stökk 3,93 m í langstökki og 8,77 m í þrístökki svo kastaði hann kúlunni 9,75 m. Hjálmar Vilhelm Rúnarsson hljóp 600 m á 2:01,50 og kastaði spjótinu 27,59 m. Esja Sigríður Nönnudóttir stökk 4,05 m í langstökki og stökk yfir 1,24 m í hástökki. Toyota Hilux hét sveitin sem í voru Logi Smárason, Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Friðrik Smárason og Vésteinn Loftsson unnu 4x100m boðhlaup á 61,74 sek.
12 ára
Kristófer Árni Jónsson stökk yfir 1,36 m í hástökki, stökk 4,38 m í langstökki og 8,79 m í þrístökki. Þorvaldur Gauti Hafsteinsson hljóp 600 m á 1:51,68 mín. Lára Hlín Kjartansdóttir kastaði spjótinu 24,32 m. Hvolpasveitin sigraði í 4×100 m boðhlaupi pilta á 60,22 sek. Sveitina skipuðu Kristófer Árni Jónsson, Þorvaldur Gauti Hafsteinsson og Rökkvi Þeyr Guðjónsson ásamt keppanda frá HHF. Hvolpasveitin í stúlknaflokki hljóp 4×100 m boðhlaup stúlkna á tímanum 61,14 sek í sveitinni voru Ísold Assa Guðmundsdóttir, Þórhildur Lilja Hafsteinsdóttir, Hjördís Katla Jónasdóttir og Lára Hlín Kjartansdóttir.
13 ára
Veigar Þór Víðisson hljóp 80 m grind á 13,94 sek, hann stökk yfir 1,50 m í hástökki, kastaði kúlu 10,31 m, stökk 5,06 m í langstökki og 10,22 m í þrístökki. Daníel Breki Elvarsson kastaði spjótinu 41,74 m. Selfoss Garpar unnu 4×100 m boðhlaup pilta á 59,16 sek. Í sveitinni voru Veigar Þór Víðisson, Daníel Breki Elvarsson, Halldór Halldórsson og Þórbergur Egill Yngvason. Þrumutær Íslands sigruðu í 4×100 m boðhlaupi stúlkna á 57,10 sek. Í sveitinni voru Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir og stúlkur úr UÍA og Ármanni.
14 ára
HSK sigur í kúluvarpi drengja og stúlkna. Tómas Þorsteinsson kastaði 10,03 m og Eyrún Hjálmarsdóttir kastaði kúlunni 9,47 m. Húsasmiðjan sigraði í 4×100 m boðhlaupi pilta á 52,83 sek. Í sveitinni voru Sigurjón Reynisson, Tómas Þorsteinsson og piltar úr Breiðabliki og HSÞ.
15 ára
Haukur Arnarson hljóp 100 m hlaup á 12,92 sek, hann hljóp 100 m grind á 15,99 sek og sigraði líka þrístökkið er hann stökk 12,17 m. Sebastian Þór Bjarnason stökk 6,13 m í langstökki og kastaði kúlunni 12,06 m. Goði Gnýr Guðjónsson hljóp 800 m á 2:26,79 og Brynjar Logi Sölvason fór yfir 1,62 m í hástökki. Ásrún Aldís Hreinsdóttir kastaði kúlunni 10,40 m, Guðný Vala Björgvinsdóttir kastaði spjótinu 32,80 m og Hrefna Sif Jónasdóttir stökk 4,78 m í langstökki. Þrír harðir og Sebastian unnu 4×100 m boðhlaup pilta á 48,98 sek. Í sveitinni voru Sebastian Þór, Haukur, Goði Gnýr og Brynjar Logi.
16 – 17 ára
Dagur Fannar Einarsson sigraði langstökkið með stökki upp á 5,99 m, Tryggvi Þórisson vann kúluna, kastaði 13,56 m og Viktor Karl Halldórsson kastaði spjótinu 56,59 m. Eva María Baldursdóttir stökk yfir 1,76 m í hástökki. Birta Sigurborg Úlfarsdóttir vann 200 m hlaupið á 28,60 sek. Hún sigraði líka 100 m grind á 17,72 sek. Hildur Helga Einarsdóttir sigraði tvær greinar, kúluvarp með 12,30 m og spjótkast með kast upp á 37,75 m Real Latin Heroes sigraði 4×100 m boðhlaup pilta á 45,48 sek. Í sveitinni voru Dagur Fannar, Sindri Freyr Seim Sigurðsson og keppendur frá ÍBR og ÍBA. HSK A vann 4×100 m boðhlup stúlkna á tímanum 54,81 sek. Sveitina skipuðu Jóna Kolbrún Helgadóttir, Eva María Baldursdóttir, Unnur Kjartansdóttir og Birta Sigurborg Úlfarsdóttir.
Glíma
Ingvar Jökull Sölvason varð meistari í flokki 11-12 ára og Sigurður S. Ásberg Sigurjónsson sigraði 15-16 ára flokkinn.
Golf
Sverrir Óli Bergsson sigraði í flokki 14 -15 ára og Þóra Björg Yngvadóttir sigraði í flokki 16-18 ára
Stafsetning
Rökkvi Þeyr Guðjónsson sigraði í flokki 11-12 ára.
Sund
Sara Ægisdóttir sigraði í fimm greinum í flokki 15-16 ára. 100 m bringusund á 1:32,68 mín, 50 m baksund á 38,58 sek, 100 m skriðsund á 1:10,58 mín, 50 m flugsund á 36,53 sek og svo 100 m fjórsund á 1:23,60 mín.
Upplestur
Guðný Salvör Hannesdóttir varð landsmótsmeistari í flokki 15+.