Tuttugu og tveir leikmenn úr yngri flokkum handknattleiksdeildar Selfoss hafa verið valdir í landsliðsverkefni yfir hátíðarnar.
Þeir Árni Guðmundsson, Guðjón Ágústsson og Sævar Ingi Eiðsson voru valdir í landsliðshóp stráka sem fæddir eru 1996. Sett verður upp í mót hjá þeim hópi þar sem búin verða til fjögur lið sem spila munu innbyrðis dagana 27. desember – 29. desember.
Þá voru sex leikmenn frá Selfossi boðaðir í prófanir og á landsliðsæfingu í U18 en í framhaldi verður valinn hópur sem mun æfa saman í kjölfarið. Selfyssingarnir í hópnum eru þeir Daníel Arnar Róbertsson, Gísli Þór Axelsson, Hermann Guðmundsson, Jóhann Erlingsson, Jóhannes Snær Eiríksson og Sverrir Pálsson.
Einnig hefur Einar Sverrisson verið valinn í U-20 ára landsliðið sem er á leið út í janúar. Þó hann spili stórt hlutverk í meistaraflokki þá telst hann vera á 2. flokks aldri og er því í raun tíundi leikmaðurinn á þessum aldri.
Í 1998 hópinn voru valdir Andri Páll Ásgeirsson, Aron Óli Lúðvíksson, Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Teitur Örn Einarsson og í 1997 hópinn voru valdir Alexander Már Egan, Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson, Ómar Ingi Magnússon og Richard Sæþór Sigurðsson.
Þá á Selfoss fjóra fulltrúa í æfingahóp U17 ára landsliðs kvenna sem koma mun saman til æfinga milli jóla og nýárs en U17 ára landsliðið undirbýr sig fyrir undankeppni EM sem haldin verður í mars 2013. Í hópnum eru Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Harpa Brynjarsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir.