Íþróttakarl og íþróttakona ársins 2010 í Árborg verða verðlaunuð á uppskeruhátíð Íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar í kvöld.
Á hátíðinni verða afhentir styrkir úr Afreks-og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Umf. Selfoss, Íþf. Suðra, Umf. Stokkseyrar og Kkf. FSu. Hvatningarverðlaun verða veitt og afhentir styrkir fyrir afburða árangur.
Hápunktur kvöldsins er þegar tilkynnt verður kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2010. Alls eru 23 íþróttamenn tilnefndir, 11 konur og 12 karlar. Þau eru:
Alda Sigurðardóttir, golf, Golfklúbbur Selfoss
Arna Hjartardóttir, fimleikar, Umf. Selfoss
Bryndís Ólafsdóttir, kraftlyftingar, Umf. Selfoss
Dagmar Öder Einarsdóttir, hestaíþróttir, Hmf. Sleipnir
Díana Kristín Sigmarsdóttir, handknattleikur, Umf. Selfoss
Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsíþróttir, Umf. Selfoss
Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrna, Umf. Selfoss
Hekla Þöll Stefánsdóttir, taekwondo, Umf. Selfoss
María Sigurjónsdóttir, íþróttir fatlaðra, Íþf. Suðri
Ólöf Eir Hoffritz, sund, Umf. Selfoss
Þóra Þorsteinsdóttir, aflraunir, Umf. Stokkseyri
Bergur Sverrisson, golf, Golfklúbbur Selfoss
Dagur Fannar Magnússon, frjálsar íþróttir, Umf. Selfoss
Daníel Geir Einarsson, kraftlyftingar, Umf. Selfoss
Daníel Jens Pétursson, taekwondo, Umf. Selfoss
Guðmundur Ármann Böðvarsson, knattspyrna, Kf. Árborgar
Jóhann Ólafur Sigurðsson, knattspyrna, Umf. Selfoss
Kristófer Skúlason, boccia, Íþf. Suðri
Númi Snær Katrínarson, crossfit, Umf. Stokkseyrar
Ragnar Jóhannsson, handknattleikur, Umf. Selfoss
Sigursteinn Sumarliðason, hestaíþróttir, Hmf. Sleipnir
Svavar Ingi Stefánsson, körfuknattleikur, Kkf. FSu
Þór Davíðsson, júdó, Umf. Selfoss
Hátíðin hefst kl. 20:00 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands og er öllum opin.